
Nálastungur / Akupunktur
Nálastungur er eitt af elstu kerfum lækninga í heiminum og er aðferðin notuð til að ná jafnvægi á líkamlega og andlega heilsu. Meferðin felst í því að nota örþunnar, einnota, sótthreinsaðar nálar og er þeim stungið í sérvalda punkta um líkamann til að hafa áhrif á qi (lífsorku) okkar.
Nálastungum er beitt við smávægilegum vandamálum jafnt sem alvarlegum veikindum og hefur reynst vel við meiðslum. Einnig fer fólk í nálastungur til að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu, sérstaklega þegar álagstímar eru framundan.
Í kínverskum lækningum er litið á einstaklinginn og líkamann sem eina heild og með því að skoða ítarlega heilsu sjúklings og nota greiningarkerfi kínverskra læknisfræða er komið auga á rót vandans. Með því að hafa áhrif á rót vandans virkjum við líkamann og minnum hann á hvernig hann getur tekist á við vandamálið sem er til staðar. Þannig náum við jafnvægi og náum betri líkamlegri og andlegri heilsu.
5
fróðlegir punktar um Nálastungur
Hvað eru Nálastungur?
Nálastungur er eitt af elstu lækningaraðferðum í heiminum.
Sérfræðingar í Nálastungum eru þjálfaðir í að nota flóknar greiningaraðferðir sem hafa verið þróaðar í þúsundir ára. Þeir læra mikilvægan þátt vestrænnar læknisfræði sem... lesa meira
Hvar eru Nálastungu punktar?
Nálastungu punktar liggja á nákvæmum staðsetningum um líkamann allann. Þeir liggja á rásum sem kortleggja allann líkamann, höfuð, búk, útlimi... lesa meira
Hvernig virkar Nálastungur?
Notast er við sótthreinsaðar
nálar.. Lesa meira
Er Akupunktur og Nálastungur það sama?
Orðið nálastungur hefur verið mikið notað hér á landi og er bein þýðing á orðinu akupunktur. Akupunktur er alþjóðlegt orð og er notað líkt og kírópraktor og osteopati... lesa meira
Hvað kostar Nálastungu tími?
Það er ekkert sameiginlegt fast verð fyrir nálastungu meðferðir. Hver og einn meðlimur ákveður sína verðskrá.
Finna má meðferðaraðila hér
Fleiri spurningar
Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að fá svör við fleiri spurningum