Kostir við að gerast meðlimur

Meðlimur í ETCMA

Allir meðlimir NFI gerast meðlimir European Traditional Chinese Medicine Association (ETCMA). 

Áframhaldandi menntun
Auglýstir verða ýmsir atburðir sem gætu gagnast sérfræðingum í akupunktur hér á landi sem og atburðir erlendis svo sem, námskeið, ráðstefnur, áframhaldandi menntun og ýmist fleira.

Meðlimafundir

NFI stendur fyrir fundum þar sem farið er yfir nýjustu mál sem við koma félaginu, kosin stjórn félagsins og mikilvæg mál rædd.

Félagsvefsíða

Á félagsvefsíðu NFI er hægt að finna ýmsan fróðleik, deila efni og spyrja spurninga til annara meðlima félagsins inn á félagsvefsíðu félagsins. Einnig öðlast meðlimir aðgang að facebook hóp félagsins þar sem deilt er ýmsu efni sem kemur að góðu gagni í áframhaldandi menntun. ​