Hvað er ETCMA

ETCMA stendur fyrir The European Traditional Chinese Medicine Association.

ETCMA eru regnhlífarsamtök fyrir fagfélög innan Evrópu sem vinna undir sviðum kínverskra læknisfræða (Chinese Medicine, TCM). Frá og með 2013 setti ETCMA grunnskylirði fyrir aðgöngu í félagið sem öll félög Evrópu verða að uppfylla. Þetta veitir gæðastaðal fyrir starfssemi og menntun á sviði fræðanna í Evrópu og með því að skapa sambærileg faggildingarkerfi gerir það fagfólki auðveldara fyrir að færa sig á milli landa innan Evrópu. Einnig skapar þetta öruggara meðferðarúrræði fyrir sjúklinga. 

Markmið ETCMA - Menntun og rannsóknir

Markmiðið er að styrkja alþjóðlegar menntunarkröfur í kínverskum læknisfræðum innan háskóla Evrópu og auka gæði vísindalegra rannsókna sem tengjast öryggi, lagalegu gildi og nytsemi kínverskra læknisfræða.