Læra Nálastungur / Akupunktur

Ákvörðunin um að læra nálastungur getur verið byrjun á nýju og spennandi lífi.
Nálastungusérfræðingar koma frá öllum áttum í lífinu. Margir kjósa að læra fagið sem viðbótarstarfsferil í lífinu, oft eftir að hafa persónulega upplifað heilsukosti nálastungna. 

Nám í nálastungum krefst töluverður skuldbindingar er varðar tíma og vinnuframlag. Það er ekki nauðsynlegt að vera með fyrri reynslu í heilbrigðisgeiranum til þess að læra fagið í flestum skólum í heiminum en það sem þarf er viljan til þess að líta á heilsu og sjúkdóma frá mismunandi sjónarhornum, viljan til að verja tíma sínum og vinnuframlagi í öll þau ár sem námið stendur og einnig að takast á við þann þroska og átök sem kemur með þeirri sjálfsskoðun sem fylgir náminu.

Þegar um viðurkennda skóla er að ræða þá er í boði vandvirkt og krefjandi nám sem samanstendur m.a. af kínverskri læknisfræði, heimspeki, líffærafræði og öðrum nauðsýnlegum vestrænum námsgreinum til þess að veita nauðsýnlega þekkingu á bæði austrænum og vestræðnum læknisfræðum. Með því eru þessir skólar að útskrifa starfstétt sem hefur næga þekkingu til þess að sinna stafi sínu á öruggan og fagmannlegan máta.

Við hvetjum því alla sem ákveða að læra nálastungur / akupunktur að kynna sér vel skólana sem eru í boði og réttindin sem veitt eru eftir útskrift.

Til þess að flokkast undir þessa starfstétt þá er skylirði að uppfylla lágmarkskröfur inngönguskylirða  Akupunkturfélag Íslands sem starfar undir stöngum reglum ETCMA.